Morgunverðar “parfait”

Ég er mikill aðdáandi “parfait” en það þýðir í raun fullkomnun og er upphaflega ættað frá Frakklandi eins og nafnið gefur til kynna, hjá þeim er þetta eftirréttur, einskonar búðingur. Ameríska útgáfan af parfait er líka eftirréttur en inniheldur t.d. hnetur, granóla, þeyttan rjóma osfrv. í lögum, borið fram í háu glasi.

Ameríska útgáfan heillaði mig fyrir þónokkrum árum en þó aðallega útlitið og hef ég leikið mér með fjölmargar hollari útgáfur af parfait síðan þá. Hér má finna eina þeirra, sem er holl og tiilvalin í morgunmat. Hér mætast frískandi AB mjólkin, keimur af kókos, gómsætt granóla, súkkulaði og jarðaber. Sannkölluð fullkomnun!

Hrein AB mjólk
Sweet drops of Stevia með kókos frá GoodGood
Gott granóla, uppskrift finnur þú hér
Jarðaber

Byrjað er á að blanda stevíu dropunum út í AB mjólkina, best er að byrja á 1-2 dropum og smakka sig til, sumir vilja meira kókosbragð og aðrir minna. Jarðaberin skoluð,  þerruð og skorin í sneiðar eða bita. Öllum innihaldsefnunum raðað til skiptis í falleg glös. Svo er bara að njóta þess að borða eftirrétt í morgunmat.

Færslan er unnin í samstarfi við GoodGood en það en það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá máttu endilega deila því með mér, með því að taka mynd og deila á Instagram með #infantiais eða merkja myndina með @infantia.is

Granóla með kókos, hnetum og súkkulaði

Ég hef birt þessa uppskrift áður og hún er enn í jafn miklu uppáhaldi á heimilinu og þá. Í þetta sinn notaði ég hinsvegar Sweet like Syrup frá GoodGood sem gerir granólað enn hollara og alls ekki síðra á bragðið.

Sweet like Syrup er algjörlega sykurlaust en bragðið alveg á pari við gott hlynsíróp og því kemur það alveg í stað þess á pönnnukökurnar og hentar vel í stað agave síróps eða hungangs í aðrar uppskrftir.

3 bollar trölla hafrar
1/2 bolli möndlur, saxaðar
1/2 bolli pecan hnetur, saxaðar
2 msk kakó
1,5 tsk vanilluduft eða 3 tsk vanilludropar
5 msk Sweet like Syrup frá Good Good
1 msk kókosolía
4 msk chia fræ
1 bolli kókosflögur
70g dökkt súkkulaði gróft saxað, ég nota suðusúkkulaði

Höfrum, möndlum, pecan hnetum, kakói og chia fræjum blandað vel saman í skál. Sírópið  og kókosolían sett á pönnu og hitað þar til vel fljótandi (ef notaðir eru vanilludropar skal setja þá á pönnuna). Hafrablöndunni hellt út á og blandað vel þannig að hunangið og olían hjúpi allt saman. Sett á bökunarpappír á plötu, dreift vel úr og sett í ofn á 150°c (ekki blástur), bakað í 18-20 mínútur, hræra vel í þegar tíminn er hálfnaður. Þegar platan er tekin út úr ofninum er kókosflögunum blandað saman við á meðan granólað er enn heitt. Látið kólna alveg á plötunni og súkkulaðinu blandað saman við.

Geymist í vel lokuðu íláti í allt að 4 vikur, en það hefur aldrei reynt á það á mínu heimili, þetta klárast á nokkrum dögum, svo gott er þetta!

Heima hjá okkur borðum við granólað út á Ab mjólk og það er dásamlegt að bæta ferskum berjum útá, ofan á smoothie eða í parfait, en einnig hægt að nota út á gríska jógúrt, skyr eða jafnvel með mjólk fyrir þá sem vilja það. Þetta granóla ratar líka reglulega í nestisboxið hjá elstu stelpunni, þá fær hún það sér út á Ab mjólk í nestistíma í skólanum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá máttu endilega deila því með mér, með því að taka mynd og deila á Instagram með #infantiais eða merkja myndina með @infantia.is

 

Súkkulaði og berja pizza

Þegar þetta þrennt uppáhalds, súkkulaði, ber og pizza mætist í einu þá er veisla! Fáránlega fljótlegt, einfalt og gómsætt.

Það eina sem þarf í þetta er:
Kanilsnúðadeig í rúllu (má auðvitað nota heimatilbúið)
Súkkulaðismjör, ég mæli með Choco Hazel frá GoodGood
Ber að eigin vali

Kanilsnúðadeginu rúllað út, skellt á bökunarplötu og inn í 185°c heitan ofn í 5-7 mínútur eða þar til það er farið að taka á sig pínu gylltan lit. Á meðan eru berin þvegin og skorin niður. Súkkulaðismjörinu dreift yfir þegar degið kemur út úr ofninum, á meðan það er enn heitt. Berjunum stráð yfir og borið fram. Njótið!

Tilvalið sem fljótlegur eftirréttur, í saumaklúbbinn, barnaafmælið eða bara jafnvel í drekkutíma á sunnudegi.

Færslan er unnin í samstarfi við GoodGood en það en það hefur þó engin áhrif á álit mitt vörunum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá máttu endilega deila því með mér, með því að taka mynd og deila á Instagram með #infantiais eða merkja myndina með @infantia.is

Kókospönnukökur

Þessar pönnukökur eru algjörar uppáhalds og gaman að gera t.d. um helgar þegar gera á vel við sig, geggjaðar hvort sem er í morgunmat, með kaffinu eða sem millimál. Þær innihalda enga óhollustu og því er hægt að njóta þeirra með góðri samvisku, ég tala nú ekki um ef meðlætið með þeim er vel valið líka.

2 egg
1 miðlungsstór vel þroskaður banani
1/2 bolli kókosmjöl
1/2 tsk vanilluduft
Kókosolía til steikingar

Bananinn stappaður og öllu blandað vel saman. Panna smurð með kókosolíu og smá deig sett á pönnuna, dreift aðeins úr með skeið og steikt við miðlungshita í nokkrar mínútur á hvorri hlið þar til fallega gylltar.

Borið fram með t.d. bláberjum, jarðaberjum, hindberjum eða öðrum ávöxtum og góðu sírópi, sultu eða súkkulaðismjöri.

Pönnukökurnar má líka gjarnar stinga í nestisboxið ásamt ávöxtum.

Fyrir nokkru síðan fékk ég að prófa vörurnar frá íslenska fyrirtækinu GoodGood (ég hafði að vísu verið að nota bæði Choco Hazel og Sweet like sugar áður). Vörurnar þeirra eru ekki bara ótrúlega bragðgóðar heldur líka góðar fyrir kroppinn. Þær innihalda engan sykur en notast er við náttúruleg sætuefnin eins og stevíu og sykuralkóhóla á borð við maltitol og erítrítól. Vörurnar hafa miklu minni áhrif á hækkun blóðsykurs en hvítur sykur gerir, og sumar þeirra hækka hann alls ekki. Þessar vörur eru frábærar fyrir þá sem vilja gómsætt bragð en minni óhollustu.

Þetta súkkulaðismjör er dásamlega gott og okkur öllum þykir það betra en hið eina sanna Nutella og þá er nú mikið sagt því börnin mín 2 elstu hreinlega elska það.

Sírópið er líka ótrúlega bragðgott og kemur algjörlega í stað hlynsíróps á pönnukökurnar.

Færslan er unnin í samstarfi við GoodGood en það en það hefur þó engin áhrif á álit mitt vörunum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá máttu endilega deila því með mér, með því að taka mynd og deila á Instagram með #infantiais eða merkja myndina með @infantia.is