Fróðleiksmolar

Ýmsir fróðleiksmolar í stafrófsröð um fæðutegundir, næringu, umhirðu og annað sem tengist börnum. Það bætist reglulega við svo safnið stækkar smátt og smátt.

Arsen

Hrísgrjón og vörur framleiddar úr þeim geta innihaldið arsen og er því mikilvægt að takmarka neyslu á slíkum vörum fyrir lítil börn. Þá er átt við vörur á borð við hrísgrjónin sjálf, grjónagraut, hrískex (poppkex), hrísmjólk ofl. Hrísmjölsgrautar hafa hérlendis verið vinsælir sem fyrsta fæða og er engin ástæða til að útiloka þá en mikilvægt […]

Bisfenol A

Bisfenol A (BPA) telst til varasamra efna samkvæmt Umhverfisstofnun og er á lista Evrópusambandsins yfir möguleg efni sem raskað geta hormónajafnvægi. Efnið er notað í mjög mikið notað og er eitt af mikilvægustu byggingarefnunum í pólýkarbonplasti (PC) sem er hart, glært og brothelt plast sem þolir háan hita. BPA er notað í PVC plast til að […]

Ber

Ber eru sæt og góð, mjög rík af vítamínum og steinefnum og flest börn elska ber af hinum ýmsu tegundum. Þegar verið er að búa til barnamat má gjarnan nota frosin ber ef ekki eru til fersk. Rétt er þó að mæla með því sjóða frosin hindber áður en þau eru notuð í matargerð handa […]

D-vítamín

D-vítamín er líkamanum nauðsynlegt til að kalk nýtist úr fæðunni og komist í beinin. Fyrstu æviárin eru beinin að vaxa og þéttast og því ákaflega mikilvægt að börn fái bæði nægilegt kalk og D-vítamín. D-vítamín finnst helst í feitum fiski, kjöti, innmat, eggjarauðum og feitum mjólkurvörum. En það myndast einnig í húðinni við útfjólubláa geisla […]

Egg

Egg eru mjög næringarrík og hlaðin vítamínum, steinefnum og próteinum. Það má byrja að gefa börnum egg þegar þau eru á aldrinum 7-8 mánaða sem hluta af fjölbreyttri fæðu. Hægt er að gefa þau sem harðsoðin, í eggjaköku eða nota í matargerð. Gæta þarf þess vel að eggin séu fullelduð áður en þau eru gefin […]

Fiskur

Fiskur er hollur, það vitum við öll. Hann inniheldur mikið D-vítamín, joð og selen. Auk þess inniheldur fiskurinn hollar fiskiolíur, omega 3 og omega 6. Börn ættu að byrja að fá fisk frá 6 mánaða aldri (frá 9 mánaða amk. tvisvar í viku) og best er að bjóða uppá fjölbreyttar fisktegundir s.s. ýsu, þorsk, lax, rauðsprettu, […]

Ferskar kryddjurtir

Það ætti ekki að gefa ungum börnum ferskar kryddjurtir á heitan mat nema þær séu eldaðar í gegn með matnum, þ.e. ekki strá þeim yfir í lokin. Ferskar kryddjurtir á borð við steinselju, graslauk og aðrar kryddjurtir og blaðgrænmeti getur innihaldið restar af mold og þar með bakteríur sem henni fylgja, jafnvel eftir að hafa […]

Glúten

Þar til nýlega var ráðlagt að bíða með að gefa börnum glúten þar til eftir 6 mánaða aldurinn, en rannsóknir benda ekki til þess að það minnki líkur á glútenóþoli og því hefur þessum ráðleggingum nú verið hætt. Nú er ráðlagt að gefa grauta sem innihalda glúten í bland við grauta sem ekki innihalda glúten […]

Hunang

Hunang skal forðast að gefa börnum yngri en 12 mánaða þar sem það getur innihaldið dvalagró Clostridium botulinum-sýkilsins og börn geta veikst alvarlega af því. Bótúlismi getur valdið alvarlegri eitrun sem forðast má með þvíað gefa börnum hunang eða vörur sem innihalda hunang fyrir 1 árs aldurinn. Dvalagróin er ekki hættuleg á sama máta fyrir […]

Kalk

Kalk er lífsnauðsynlegt næringarefni og er mikilvægt að börn fái nóg af því. Kalk er nauðsynlegt fyrir vöxt og viðhald beina og tanna. Auk þess er það mikilvægt fyrir myndun ensíma í líkamanum, samdrátt vöðva, stjórnun hjartsláttar og storknun blóðs. Kalkskortur getur aukið líkur á beinþynningu seinna á lífsleiðinni. Það er því mikilvægt fyrir alla […]

Kanill

Kanill er bragðgott krydd sem notað hefur verið frá örófi alda. Hann er unnin úr berki trjá sem eru af ættinni Cinnamonum í Austurlöndum fjær og eyjum í Indlandshafi. Kanill hefur lengi verið talinn hafa margvísleg heilsubætandi áhrif á líkamannmá á marga vegu og er mjög vinsæll út á grauta og í bakstur sem og […]

Nítrat & nítrít

Grænmeti á borð við spínat, sellerí, rauðrófur og fenníku inniheldur hátt magn nítrats. Ungabörn eru sérstaklega næm fyrir nítrati og því ætti eingöngu að gefa þeim ofantalið grænmeti eftir að þau hafa náð 6 mánaða aldri. Á meðan barnið er 6-12 mánaða má nítrat innihaldsríkt grænmeti eingöngu vera 1/10 af máltíðinni. Ef máltíðin inniheldur meira […]

Rúsínur

Flestum börnum þykja rúsínur mjög góðar og geta borðað þær í miklu magni. Það ber þó að varast!  Danska heilbrigðisráðuneytið varar við því að börn undir 3 ára aldri borði rúsínur daglega. Börn undir 3 ára ættu ekki að neyta meira en 50g af rúsínum á viku vegna sveppaeitursins ochratoksin A sem þær geta innihaldið […]

Salt

Það er vitað mál að Íslendingar borða of mikið salt, bæði börn og fullorðnir. Börn eiga að innbyrða takmarkað magn af salti, sérstaklega þau yngstu vegna þess að nýru þeirra eru ekki nægilega þroskuð til að geta skilað miklu salti frá sér. Það er heldur ekki gott að venja börn á saltbragðið því þá eru […]

Sveskjur

Sveskjur eru ríkar af A-vítamíni og andoxunarefnum, eru fullar af trefjum og eru góðar fyrir meltinguna. Þær geta virkað mjög vel við hægðatregðu og er bæði hægt að gefa börnum sveskjumauk og sveskjudjús. Það er auðvelt að búa til sveskjumauk og jafnvel blanda með öðrum ávöxtum til að fá tilbreytingu. Sveskjudjús er búinn til á […]

Sykur

Líkaminn þarfnast ekki sykurs. Sykur inniheldur eingöngu hitaeingingar en engin vítamín eða steinefni. Matur sem inniheldur mikinn sykur er óæskilegur fyrir börn þar sem hann getur dregið úr matarlyst og eykur hættu á að fæðan verði einhæf og næringarsnauð. Neysla á of miklum sykri eykur líkur á offitu og hættu á að skemma tennur barnsins. […]

Tríklósan

Tríklósan er efni sem hefur bakteríudrepandi áhrif og er leyfilegt að nota í mjög litlu magni í vörur á borð við tannkrem, svitalyktareyði (eingöngu stift) handsápu, sturtusápu, andlitspúður, munnskol  ofl. því það er ekki talið skaðlegt heilsunni sé það notað í vörum sem notaðar eru í svo litlu magni líkt og þessar. Efnið hefur samt […]