Tegu

Við fjölskyldan kynntumst Tegu kubbunum fyrst sl. haust þegar við vorum í fríi í USA. Við keyptum einn pakka handa Emil okkar sem þá var rúmlega 1 árs. Ég féll strax fyrir þessum kubbum, hversu fallegir þeir eru og einfaldir en gefa möguleika á leik á svo mismunandi og þroskandi hátt. Þegar ég svo kynnti mér fyrirtækið og sögu þess féll ég enn meira fyrir þeim og setti mig strax í samband við fyrirtækið til að vinna í að fara að flytja þá inn. Það má segja að þetta hafi verið það allra vinsælasta sem keypt var í 3 vikna langri ferð og léku öll börnin sér með kubbana á hverjum degi, 1, 4, 10 og 12 ára það skiptir ekki máli, Tegu kubbarnir eru fyrir alla!

Tegu segulkubbarnir eru fullkomlega öruggir, framleiddir úr harðviði og lakkaðir með 100% eiturefnalausu lakki. Seglarnir eru faldir inni í hverjum kubbi og því hvorki sjáanlegir né hægt að ná til þeirra. Kubbarnir eru margprófaðir eftir öryggisstöðlum og fyllsta öryggis gætt við framleiðsluna. Verksmiðjan er í eigu fyrirtækisins sjálfs og er framleiðslunni því stjórnað algjörlega frá upphafi til enda sem sjaldgæft er þegar kemur að leikföngum.

Tegu segulkubbarnir eru einstök hönnun frá Bandaríkjunum en eru  framleiddir í höfuðborg Hondúras. Hondúras er eitt fátækasta land á vesturlöndum og vildu stofnendur Tegu sem eru bræður að fyrirtæki þeirra gæfi tilbaka til samfélagsins. Þeir ákváðu því frá upphafi að framleiðslan skyldi fara fram í Hondúras og geta þar með veitt fjölda íbúa þar góða vinnu á mannsæmandi launum og þar með tekið þátt í að minnka fátækt.

Þegar þú kaupir Tegu kubba ertu ekki eingöngu að fá frábæra kubba sem stuðla að sköpunargleði og hugsun heldur ertu líka að hjálpa til við að búa til störf sem bætir lífshætti ekki eingöngu þeirra 200 starsmanna sem nú starfa í verksmiðjunni heldur einnig amk 361 fjölskyldumeðlima sem stóla á þá.

Tegu gætir þess að ganga ekki á trjástofn Hondúrar og með hverju seldu kubbasetti styrkja þeir skógræktarsamtök sem sjá til þess að planta nýjum trjám. Þess er gætt að komandi kynslóðir hafi ekki minna af skógum en finna má í dag.

Tegu sendir einnig börn í skóla, með samvinnu við skóla á svæðinu taka þeir þátt í að útrýma fátækt með því að koma börnum af  götunum og inn í skólastofur.

Tegu segulkubbarnir eru því svo miklu miklu meira en bara falleg og frábær leikföng sem stuðla að takmarkalausum leik.

Tegu segulkubbana færð þú HÉR