Uppskriftir

Hér má finna safn uppskrifta sem henta barninu á hverju aldursskeiði fyrir sig.  Það mun bætast í safnið smátt og smátt.

Afmælisveislan

Hér finnur þú ýmsar hugmyndir sem henta vel til að bjóða gestum uppá t.d. í barnaafmælum

Byrjunin

Fyrsta árið vaxa börn á ótrúlegum hraða, flest þrefalda þyngd sína og vaxa uþb. 25 cm. Til þess að barnið vaxi og dafni sem best hefur það þörf fyrir orku og næringu úr matnum og því gríðarlega mikilvægt að huga að því hvað barninu er gefið að borða.

4+ mánaða

Hér eru uppskriftir sem henta að gefa barninu frá 4 mánaða en eru auðvitað fullgildar fyrir eldri börn. Ef barnið er orðið 6 mánaða en er að byrja að borða eiga þessar uppskriftir við til að byrja með en svo er hægt að auka fjölbreytnina fljótt.

6+ mánaða

Þessar uppskriftir henta fyrir börn sem eru komin í gang með að borða og hafa náð 6 mánaða aldri. Þær eru samt auðvitað fullgildar framvegis og fyrir börn á öllum aldri.

9+ mánaða

Uppskriftirnar í þessum flokki mætti margar hverar byrja að gefa fyrr en 9 mánaða, en þú þekkir barnið þitt best og veist hvenær það er tilbúið. Þetta eru uppskriftir sem er kannski full snemmt að gefa 6 mánaða og eiga því ekki heima í 6+ mánaða flokknum, en ekki heldur í 1 árs+ flokknum.

1+ árs

Hér má finna uppskriftir sem henta börnum sem eru orðin 1 árs og uppúr.

Nestisboxið

Uppskriftir af ýmsu ljúffengu sem hentar vel í nestisboxið fyrir skólabörnin, nú eða menntaskólakrakkana og jafnvel fullorðna fólkið.