Nýfædd

Keran Stueland Ólason

er lítill yndislegur drengur sem fæddist 15.mars sl. strax eftir fæðingu kom í ljós að ekki er allt með feldlu og hann hefur verið mikið í rannsóknum. Ég hef fylgst með bloggi ömmu hans www.birnamjoll.blog.is í nokkurn tíma og um leið og las innlegg hennar þar sem hún bað um bænir og stuðning lesenda kom eitthvað yfir mig og ég sendi henni póst þar sem ég bauðst til að koma og mynda litla gullmolann. En um leið og ég var búin að senda póstinn fékk ég bakþanka, hvað myndi fólk halda, auðvitað væri það ekki að hugsa um myndatöku osfrv. En daginn eftir hringdi amma hans í mig og svo þakklát og glöð yfir því að ég skyldi hafa stungið upp á þessu, því eins og ég bjóst við var þetta það síðasta sem fólk er að hugsa um á svona stundu.

Ég heimsótti Keran litla og fjölskylduna hans þegar hann var 5 daga gamall, hann var þá kominn heim af sjúkrahúsinu. Eins viðkvæm og ég nú er þá auðvitað brast ég í grát við að fá hann í fangið, hve lífið getur verið ósanngjarnt stundum. Ég dáist þó af hversu sterk og dugleg fjölskylda hans er og vona svo sannarlega að allt fari vel. Það að mynda Keran litla var auðvitað erfitt en ég þakka samt fyrir að hafa fengið að kynnast þessari litlu fjölskyldu og vona svo sannarlega að myndirnar gleðji þau.

olason-871

olason-9

olason-34

olason-24

olason-76

Áður en ég heimsótti þau óraði mig ekki fyrir hversu djúpt fótspor þessi litili drengur myndi skilja eftir í hjarta mínu….hann mun eiga stað þar alla tíð. Elsku Óli, Sigrún og fjölskyldur ykkar ég hugsa til ykkar öllum stundum og vona að að allt fari á besta veg.

Fyrir þá sem vilja fylgjast með Kerani heimsækið www.nino.is/keran