Um mig

Ég heiti Íris og útskrifaðist sem ljósmyndari frá Tækniskólanum vorið 2009 og lauk sveinsprófi haustið 2010. Ég hef sótt fjöldan allan af námskeiðum bæði í ljósmyndun og myndvinnslu bæði hérlendis og erlendis. Ljósmyndaáhuginn hefur fylgt mér frá því ég man eftir mér og ég eignaðist mína fyrstu myndavél 8 ára, síðan þá hef ég verið að taka myndir og myndavél fylgt mér hvert sem ég fer.

Ég á 4 stórkostleg börn á aldrinum 4 til 16 ára, en þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn fyrir 16 árum jókst áhuginn má ljósmyndun til muna og ég áttaði mig á að þetta var það sem ég vildi leggja fyrir mig.

Ég get tekið á móti nýburum og litlum börnum í litla notalega stúdíóinu mínu en eldri börn og fjölskyldur kýs ég að mynda utandyra.

Ég elska það sem ég geri og vona að þið gerið það líka!

-Íris-