Friðrik og Ólöf Birna
Hef sagt það áður og segi enn, ég elska þegar ég fæ að hitta og mynda sömu börnin aftur og aftur. Ég myndaði Friðrik fyrst ásamt foreldrum hans á brúðkaupsdaginn þeirra í júní 2007, ég myndaði hann svo aftur ekki svo löngu seinna og núna í þriðja sinn, lítil systir hefur bæst í hópinn síðan sem nú er orðin þriggja ára.
Úber sætir og skemmtilegir krakkar sem eru ótrúlega meðfærilegir og gaman að mynda þau….og alltaf gaman að hitta foreldra þeirra.