Sannar hetjur
Þessir feðgar eru sannar hetjur og hafa mátt þolað ýmislegt, og meira en á nokkurn mann er leggjandi. Ég heimsótti þá feðga heim til þeirra seint í nóvember og tók nokkrar myndir. Þetta er í annað sinn sem ég mynda Keran og pabba hans, síðan síðast hefur einn sprækur bróðir bæst í hópinn. Það var að sjálfsögðu ofsalega gaman að sjá þá aftur.