Fæðing

Glænýr Aðalbjargar og Rúnarsson

Það er ekki þægileg tilfinning að vakna við símann um miðja nótt en þegar síminn hringdi 1.30 eina nóttina í síðustu viku og hinum megin á línunni heyrðist  “Hæ, ætlarðu að kíkja yfir?” Þá vissi ég að þar væru ekki slæmar fréttir eins og maður býst við þegar síminn hringir um miðja nótt….heldur tóm gleði og hamingja.

Yfir fór ég með myndavélina og hitti litlaprins Aðalbjargar og Rúnarsson 11 mínútna gamlan, það var ekki einu sinni búið að skilja á milli og það er alveg dásamleg upplifun að vera viðstödd svona stund.

Til hamingju með prinsinn ykkar elsku vinir!

rusrus1rus2rus3rus4