Blog sett upp
Þessi síða var sett upp til að setja inn myndir úr þeim myndatökum sem ég hef verið að mynda, það eru svo margar sem ég myndi vilja setja á síðuna mína www.infantia.eu en það er ekki pláss fyrir þær allar þar. Ég mun setja mínar uppáhalds myndir úr hverri myndatöku (amk. 1 úr hverri töku), óháð því hvaða myndir fólk velur sér.
Vilji fólk einhverra hluta vegna ekki að myndirnar úr þeirra myndatöku séu birtar á þessari síðu er bara að senda mér póst á iris@infantia.eu og láta mig vita.
-Íris-