Litla ponsu spons
Hún var 7 daga gömul svo ég bjóst aldeilis við að hún myndi sofa sama hvað gengi á, en hún hafði heldur betur önnur plön. Hún svaf alveg, það var ekki það, en bara í vöggunni sinni eða í fanginu á mömmu sinni. Um leið og það átti að bjástra eitthvað við hana til að taka myndir, var hún vöknuð, og lét sko heyra í sér. Það var því ekkert hægt að gera allsonar fettur og brettur eins og venjulega, heldur fékk hún bara að sofa svona nokkurn veginn í friði.