2/52 Litla systir
Litla systir mín (hún er nú reyndar fullorðin, en er og verður alltaf litla systir mín) kom í heimsókn til okkar strax eftir áramótin og var hjá okkur í nokkra daga. Hún býr erlendis og hefur gert sl. 6ár, en við tvær höfum ekki búið í sama landinu sl. 12 ár fyrir utan nokkra mánuði þar sem við bjuggum báðar erlendis. Finnst það eiginlega alveg ómögulegt að hafa hana ekki nær mér en við tölum mikið og oft saman og það er alltaf jafn gaman að hitta hana þegar hún kemur.
Varð auðvitað að fá mynd af henni með grísunum mínum tveimur áður en hún fór aftur heim.