Ég skrapp erlendis í rétt tæpar tvær vikur um daginn og hitti börnin mín ekkert þann tíma og tók þar af leiðandi engar myndir af þeim heldur. En þegar heim var komið beið þetta mín, Dagbjört var búin að föndra handa mér gjafir í löngum bunum, ekki amalegt að koma heim í svona móttökur.