27/52 Fótbolti
Uppáhalds strákarnir mínir í kvöldsólinni á Akureyri um daginn
26/52 Sumarhátíð
Það var sumarhátíð í leikskólanum um daginn og foreldrum og systkinum boðið að koma og vera með. Meðan beðið var eftir leiksýningu dundaði AK sér í mölinni í rólegheitum
24/52 Sólskinsbros
Það var meira sullað í sólinni þennan góða sunnudag og hér er Dagbjört heldur betur sæl í sólinni
23/52 Sullað í sólinni
Í veðurblíðunni á Hvítasunnudag var úðarinn í óðaönn við að úða grasið og AK stóðst ekki mátið að sulla svolítið í sólinni
22/52 Fyrsta skólaárinu lokið
Alveg er það með ólíkindum hve fyrsta skólaárið leið hratt og trúi því varla að litla stelpan mín sé þegar búin með fyrsta bekk. Hún fékk frábæran vitnisburð eins og við var að búast enda hefur hún hefur staðið sig ótrúlega vel í allan vetur. Eftir formleg skólaslit í sal skólans var farið inn í stofu þar sem kennari barnanna veitti þeim öllum persónulega viðurkenningu og bókagjöf. Hún mun ekki vera umsjónarkennari þeirra næsta vetur þó hún muni vera eitthvað inni í bekknum. Það var ekki þurrt auga á neinni mömmunni þarna inni held ég þegar hún las upp viðurkenningarnar fyrir hvert og eitt barn og þakkaði þeim fyrir veturinn.…