Lítil bjútí
Ég hef þekkt pabba þeirra frá því ég kynntist manninum mínum enda voru þeir miklir vinir og mamma þeirra kom svo til sögunnar ekki löngu seinna þannig að árin sem við höfum þekkst eru orðin ansi mörg. Vináttan var mikil á þeim tíma og mikið skemmtilegt gert saman. En eftir því sem árin hafa liðið þá hittumst við æ sjaldnar, en þrátt fyrir það er það þannig að þegar við hittumst er eins og það hafi verið í síðustu viku, það hlýtur að teljast til góðrar vináttu.
Hér er hún nokkurra daga gömul með stóra bróður
Innilega til hamingju með litla molann ykkar elsku Íris og Árni og auðvitað Axel Ingi líka. Hlakka til að heyra nafnið hennar sem hún mun fá í dag.
One Comment
Íris & Árni
jéremías hvað þetta eru æðiiislegar myndir… enda mjög falleg módel hehe… mikið hlakka ég til að sjá allar hinar… þú ert meiri snillinn nafna 🙂