Dísa + Óskar
Yndislegur, bjartur og fagur dagur blasti við þeim á sjálfan brúðkaupsdaginn sl. laugardag. Gleðigjafinn þeirra hún Hera Hrönn fór á kostum í myndatökunni og þau reyndar sjálf líka, held ég geti fullyrt að hafa sjaldan eða aldrei hlegið eins mikið í brúðarmyndatöku áður.
Elsku Dísa og Óskar, innilega til hamingju með daginn ykkar!