Aðalbjörg og Rúnar Freyr
Ég er kynntist Aðalbjörgu þegar við fjöskyldan fluttum í Vogana í nýja íbúð og hún í íbúðina við hliðina á okkur með strákinn sinn sem er jafngamall elstu dóttur minni. Fljótlega tókst með okkur vinskapur sem hefur vaxið og dafnað í gegnum síðastliðin 8 ár. Ekki löngu eftir að við fórum að vera vinkonur kynntist hún Rúnari og nú 3 börnum síðar gengu þau í heilagt hjónaband. Það var dásamlegt að eyða deginum með þeim ásamt vinum og fjölskyldu Innilega til hamingju með daginn ykkar elsku vinir
Selma Sól + Oscar
Þessi tvö gengu að eiga hvort annað í Garðakirkju 1.júní sl. Þetta var yndisleg athöfn og gaman að fá að taka þátt í þessum fallega degi með þeim. Það helliringdi á meðan athöfninni stóð og í byrjun myndatökunnar, en þau létu það ekki á sig fá. Þegar leið á ruddi sólin sér fram og bægði regnskýjunum burt okkur tl mikillar gleði. Innilega til hamingju með daginn ykkar enn og aftur elsku Selma og Oscar
Flott fjölskylda á stórum degi
Hún vann myndatöku í Facebook leik sem þau nýttu til að fá myndir af fjölskyldunni saman á góðum og merkum degi í lífi þeirra.
Brúðkaup 20.12.12
Árna hitti ég fyrst fyrir 18 árum síðan þegar við maðurinn minn byrjuðum saman, þeir miklir vinir og við eyddum ófáum stundunum saman. Vinahópurinn þeirra strákanna stór og skemmtilegur og alltaf eitthvað um að vera. Nokkrum mánuðum eftir að ég kynntist Árna sagði hann okkur að hann hefði hitt stelpu sem hann kolféll fyrir og að hún héti Íris. Ég husaði með mér að það væri eins gott að það væri eitthvað spunnið í þessa stelpu því Árni er svo sannarlega gull af manni. Ég man þegar við Írisarnar hittumst fyrst, í partýi hjá einum í vinahópnum, við smullum strax saman og það fór ekki á milli mála að þarna…
Guðrún Sædal + Magnús Sverrir
Það var í Bláa Lóninu sem þau sáust fyrst. Hann fór að hringja í hana en hún var “playing hard to get”, en sem betur fer fyrir þau gefst Magnús Sverrir ekki auðveldlega upp. Guðrún varð hans og nú nokkrum árum síðar eiga þau tvær yndislegar litlar stelpur, Kristínu Emblu og Ingu Lind og 2.september sl. játuðust þau hvoru öðru frammi fyrir Guði og mönnum. Kirkjan var troðfull enda eiga þau stóra fjölskyldu og ekki minni vinahóp. Framtíðin er björt og lífið brosir við þeim. Innilega til hamingju með daginn ykkar elsku Guðrún og Magnús Sverrir og þúsund þakkir fyrir að leyfa mér að taka þátt í honum með ykkur!…