Ýmislegt

Snjókorn falla…..nokkur ráð um myndatökur í snjó

Ef þú býrð á höfðuborgarsvæðinu hefur snjórinn sem fallið hefur í dag sennilega ekki framhjá þér farið. Ég veit ekki með börnin ykkar en mín urðu himinlifandi þegar þau sáu snjóinn og ruku út að leika um hádegið. Að sjálfsögðu tók ég upp myndavélina og smellti af nokkrum myndum.

Fallegu stelpurnar mínar og sú yngri að sjá snjóinn í fyrsta sinn

Á Facebook fóru að birtast myndir af snjónum áður en langt leið á daginn, snjórinn á flestum þeirra var þó ekki fallega hvítur eins og sá sem ég horði á útum gluggann, heldur grár eða blár og þetta fallega veður naut sín því miður ekki á mörgum þeirra mynda sem ég sá í dag. En það er  svo sem ekkert skrýtið því myndavélar fara alveg í flækju í snjónum og svo það þarf að hafa vit fyrir þeim, það þýðir lítið að stilla á Auto og rjúka út að taka myndir þegar snjórinn er annars vegar. Mér datt því í huga að setja niður smá fróðleik sem mögulega gæti gagnast einhverjum sem ætlar að taka myndir í snjónum. En þegar ég settist niður til að skrifa þetta vissi ég eiginlega ekki hversu djúpt ég ætti að kafa í málið, ég veit auðvitað ekki hver kunnátta ykkar er né heldur hvenrig myndvélar þið eigið. Þannig að ég ákvað að fara yfir þetta á mjög einfaldan hátt þannig að sem flestir skilji og hafi gagn af. Þið sem eruð lengra komin haldið bara áfram að æfa ykkur:)

Ef myndavélin þín er með snjóstillingu (held þó að það séu fáar vélar) þá er það núna sem þú átt að nota hana en fyrir ykkur hin þá gætuð þið athugað eftirfarandi:

Ljósmælirinn í myndavélinni fer alveg í kerfi við allan snjóinn og það skilar þér gráum, bláum, undirlýstum og óspennandi myndum oft á tíðum. Það þarf því að yfirlýsa myndir í snjó um 1-2 stopp, en það er gert með samspili ISO, hraða og ljósops (flettu upp í bæklingnum sem fylgdi myndavélinni þinni ef þú kannt ekki að stilla “exposure” á myndavélinni þinni, ef það er ekki hægt hækkaðu þá ISO stillinguna, en mundu svo að breyta henni tilbaka) það þarf að prófa sig áfram og skoða myndirnar til að finna út hversu mikið þarf að yfirlýsa, auðvitað má það ekki vera um of þannig að allt verði skjannahvítt og öll áferð tapist.

White balance þarf líka að vinna með (nú flettir þú aftur upp í bæklingnum þínum ef þú kannt ekki að breyta White Balance á vélinni þinni) það gæti hjálpað við að draga úr bláa litnum með því að stilla á skuggann (táknað sem hús með skálínum útfrá því á myndavélinni) og það ætti að hjálpa til við að draga úr bláa litnum. Þeir sem hafa kunnáttu til ættu að stilla white balancinn með þeirri aðferð sem þeir eru vanir að nota til þess.

Hér eru dæmi:

þessi mynd gefur hugmynd um það hvernig útkoman er þegar still er á Auto og látið vaða, allt blátt og myglað einhvern veginn

þessi var svo yfirlýst um 1 2/3 stopp og White Balance stilltur rétt, þið eiginlega hljótið að sjá muninn;)

á þessari er lýsingin nokkuð rétt, yfirlýst um 1 1/3 stopp, en vélin still á Auto White Balance, aftur sami blái liturinn

White Balance stilltur og allt lítur miklu betur út, ekki satt?

Ég vonast til að snjórinn tolli allavega í nokkra daga því ég iða í skinninu að komast út að taka snjómyndir af börnunum mínum, endilega notið tækifærið og æfið ykkur:) Vona að þetta hafi hjálpað einhverjum, endilega ef þú hefur einhverjar spurningar hafðu þá samband á Facebook eða með því að senda mér tölvupóst og ég reyni að aðstoða.