BLACK FRIDAY & CYBER MONDAY
Í tilefni að því að nú stendur yfir stærsta versluanarhelgi ársins í Ameríkunni sem hófst í dag með Black Friday og stendur fram að miðnætti á Cyber Monday þá ákvað ég að slá til og bjóða dúndurverð á myndatöku. Um er að ræða gjafabréf sem felur í sér: 20 mínútna myndatöku Vefgallerý með 10-20 myndum til að velja úr 5 myndir innifaldar í fullri upplausn afhendast í Dropbox Hámark 3 börn (ath ekki hægt að nýta þetta í ungbarna myndatöku) Tilboðið gildir til miðnættis á mánudag. Myndatakan þarf að fara fram á bilinu 10.janúar til 28.febrúar 2016. Þeir sem vilja tryggja sér þetta frábæra tilboð hafa samband með því að senda…
25% afsláttur!
Mig langar að bjóða öllum* þeim sem komið hafa í myndatöku til mín áður 25% afslátt af myndatöku. Myndatakan þarf að fara fram fyrir 1.nóvember n.k. og gildir afslátturinn af öllum myndatökum. Þeir sem komið hafa til mín oftar en einu sinni fá auk þessa smá glaðning með myndunum sínum. Endilega nýtið ykkur þetta tilboð og hafið samband á iris(hjá)infantia.eu til þess að tryggja ykkur tíma. *gildir ekki fyrir mömmumyndatökuna sem var ókeypis hér um árið né um skólamyndatökur,
Haustmyndatökur 2015
Haustið er fallegasti tími ársins að mínu mati, allir þessar dásamlegu litir eru bara hreint ómótstæðilegir. Það má líka eiginlega segja það að uppáhalds liturinn minn sé O K T Ó B E R ! Ég ætla því að bjóða upp á útimyndatökur fyrri hluta október þegar haustlitrnir eru allsráðandi og gera allar myndir ótrúlega fallegar. Það er takmarkaður tímafjöldi í boði svo það er um að gera að bóka strax. Haust myndataka = 40.000.- 30 mínútna myndataka 18 myndir sem afhendast á USB lykli í fullri upplausn, tilbúnar til framköllunar, bæði í lit og svarthvítu Verðið miðast við 2 börn en fyrir hvert barn umfram bætast við 5000.-. Það…
Laaaaaaangt síðan síðast
…..alltof langt síðan ég hef sett eitthvað hér inn, fyrir utan myndirnar af litla molanum mínum í fyrradag. En ástæða bloggleysis er í raun margþætt. Fyrst og fremst byrjaði það sl. haust þegar þeir sem komu í myndatöku vildu ekki láta pósta myndunum sínum neinsstaðar fyrr en eftir jól, því jú flestir nýta þær í jólakort og/eða jólagjafir. Í upphafi árs ætlaði ég mér svo að taka mig til og pósta inn öllu því sem eftir var frá 2014 en heilsan var hreinlega bara ekki uppá neitt sérlega marga fiska, fyrstu mánuði meðgöngunnar svo ég bara hafði mig hreinlega aldrei í það. En ég hresstist þó að lokum sem betur…
Litli molinn minn
Fyrir rúmum 6 vikum bættist þessi fullkomni litli moli við fjölskylduna okkar. Ég hef notið hverrar mínútu með honum og restinni af fjölskyldunni frá því hann fæddist og því alveg verið í fríi frá myndatökum og öllu sem því fylgir. Ég er hinsvegar að byrjuð að mynda aftur núna en tek þó takmarkaðann fjölda af myndatökum næstu mánuði og bið fólk því að vera tímanlega að panta tíma. Nokkrar myndir af molanum mínum alveg nýjum þvílíkt ríkidæmi