Ýmislegt

Viðburðaríkt ár

Árið 2014 hefur verið viðburðaríkt í lífi okkar fjölskyldunnar, við festum kaup á nýju fokheldu húsi um áramótin og við tók þrotlaus vinna við að koma því í stand, að vísu stóð maðurinn minn nánast í því einn en ég reyndi þó að hjálpa til eins og ég gat. En á meðan hann eyddi öllum stundum fyrir utan vinnutíma og blánóttinni í nýja húsinu okkar mæddi auðvitað meira á mér heimafyrir, ég sá nánast alfarið um börnin og heimilið. Ekki nóg með það þá tók ég að mér kennslu, ég leysti af myndmenntakennarann í skólanum okkar í 3 mánuði, eða fram að páskum. Strax eftir páska hófst svo vinna við að fara í gegnum dót, henda og pakka, mála nýja húsið osfrv. og við fjölskyldan fluttum í draumahúsið okkar um mánaðarmótin maí-júní. Tæpum 2 vikum eftir flutninga fórum við í sumarfrí erlendis í 2 vikur og eftir að heim var komið tók við brúðkaupsundirbúningur, því við létum loksins verða af því að gifta okkur 1.ágúst sl. eftir þau fjölmörgu ár sem við höfum verið saman. Í dag búum við í nýja húsinu sem er ekkert alveg tilbúið, nýgift,  nýja og glæsilega stúdíóið mitt í vinnslu, fullt að gera og allir hamingjusamir!

Eins og áður hefur komið fram er ég ekki með stúdíó þessa dagana og mun því fram að opnun þess (byrjun  október) mynda allar myndatökur utandyra sem er bara ótrúlega skemmtileg tilbreyting, og svo skemmir ekki fyrir að fallegasta árstíðin er á næsta leyti, haustið með alla sína litadýrð. Ungbarnamyndaötkurnar tek ég þó innandyra, breyti stofunni minni þá í stúdíó í hvert sinn. Það er ekkert óskastaðan því mér finnst miklu fagmannlegra að bjóða fólki í notalegt stúdíó heldur en í stofuna heima, en svona er þetta stundum, það þarf að vinna úr því sem maður hefur.

Allt þetta hefur orðið til þess að mér hefur því miður ekki gefist mikill tími fyrir myndatökur það sem af er þessu ári, en þó voru þær örfáar og ég ætla að setja inn sýnishorn úr þeim núna á næstu dögum. Í síðustu viku þegar ég tók upp myndavélina og myndaði fyrstu myndatökun í langan tíma fann ég hvað ég hvað ég hef saknað þess mikið og hlakka mikið til að byrja aftur af fullum krafti núna þegar börnin eru byrjuð í skólanum aftur og allt er að komast í fastar skorður. Vonast til að sjá þig og þína í myndatöku sem fyrst.
-Íris

_U4A7832 Hanna Kristín vinkona mín á Ljósmyndastofu Garðabæjar sá um myndatökuna þennan dag en ég sjálf um eftirvinnsluna