Útskrift

Aníta & Sædís – Útskrift

Þessar 2 eru alveg yndislegar og er búnar að vera svo stór hluti af fjölskyldunni okkar síðastliðin ár. Þær bjuggu á móti okkur og bönkuðu fyrst uppá 11 ára og báðu um að fá að passa börnin, sem þá voru 2. Þær fengu að fara í gönguferðir með þau og fljótlega fóru þær að koma oftar og oftar og urðu fastar barnapíur hjá okkur. Þær hafa hjálpað okkur ómetanlega mikið og börnin öll dýrka þær báðar. Við höfum farið erlendis oftar en einu sinni og þær haft börnin á meðan (þegar þau voru bara 3 og ekki orðin 4) og stýrt heimilinu eins og þær hafi aldrei gert annað. En þær hafa ekki bara verið barnapíurnar okkar heldur einstakar vinkonur og það er okkur svo dýrmætt. Það hefur verið dásamlegt að fylgjast með þeim vaxa og dafna, þær eru stórkostlegar á allan hátt og gullfallegar bæði að innan sem utan. Jafn gaman og það er að sjá þær útskrifast með glæsibrag þá er það samt á  sama tíma pínulítið erfitt því eins og gefur að skilja þá verða ákveðin kaflaskipti á svona tímamótum. Þær eru báðar komnar með fulla vinnu þar til þær fara í háskóla og eru báðar fluttar með annan fótinn í Hafnarfjörðinn þar sem kærastar þeirra búa. Þær passa því ekki fyrir okkur lengur og við sjáum þær æ sjaldnar. Þær munu þó alltaf verða hluti af fjölskyldunni okakr, því fær ekkert breytt.

Þessar voru teknar þegar við vorum á leðinni í veisluna þeirra. Innilega til hamingju elsku Aníta og & Sædís <3

_MG_9320-copy

_MG_9331-copy

_MG_9336-copysvhv

_MG_9337-copy

_MG_9350-copy-copy