Aníta & Sædís – Útskrift
Þessar 2 eru alveg yndislegar og er búnar að vera svo stór hluti af fjölskyldunni okkar síðastliðin ár. Þær bjuggu á móti okkur og bönkuðu fyrst uppá 11 ára og báðu um að fá að passa börnin, sem þá voru 2. Þær fengu að fara í gönguferðir með þau og fljótlega fóru þær að koma oftar og oftar og urðu fastar barnapíur hjá okkur. Þær hafa hjálpað okkur ómetanlega mikið og börnin öll dýrka þær báðar. Við höfum farið erlendis oftar en einu sinni og þær haft börnin á meðan (þegar þau voru bara 3 og ekki orðin 4) og stýrt heimilinu eins og þær hafi aldrei gert annað. En…
Útskrift úr Kvennó
Hún er í uppáhaldi hjá mér þessi frábæra frænka mín sem útskrifaðist úr Kvennó með glæsibrag í lok maí. Ég hitti þau fjölskylduna við skólann strax að lokinni útskrift í hávaða roki og það skiptust á skin og skúrir, en við létum það ekkert á okkur fá.
Hress fjölskylda
Mamman var að útskrifast sem sjúkraliði og tækifærið nýtt til að koma í fjölskyldu myndatöku í tilefni dagsins.
Síðbúin útskriftarmyndataka
Þessi skvísa kom í myndatöku fyrir jólin í tilefni af útskriftinni sinni sem var reyndar sl. vor og hún komin í Háskólann, en betra er seint en aldrei.
Útskrift x 2
Þau voru bæði að ná þeim merka áfanga að útskrifast sem stúdentar, sama dag en úr sitthvorum skólanum. Annað þeirra úr MR og hitt úr Kvennó. Til hamingju krakkar og megi ykkur farnast vel í því sem þið takið ykkur fyrir hendur!