Meðganga
Meðgangan er dásamlegur tími sem líður ótrúlega fljótt allavega svona þegar í baksýnisspegilinn er litið og er svo dýrmætt að minnast hans. Því miður er það alltof algengt að konur vilji ekki láta mynda sig á meðgöngunni, en ég elska að fá að mynda barnshafandi konur, þær eru aldrei fallegri í mínum augum og þessi var engin undantekning.
Lítil mús
Þessi litla mús kom til mín um miðjan mánuðinn og var nú ekkert sérstaklega á því að sofa mikið á meðan myndatökunni stóð, en fallegar urðu myndirnar hennar engu að síður
Lítil krútta
Þessi litla dama var fyrsti nýburi ársins sem mætti til mín um miðjan mánuðinn og stóð sig alveg dásamlega vel
Krúttbomba
Fyrsta myndataka ársins var af þessari krúttbombu sem kom til mín í mini myndatöku snemma í janúar
Yndis systur
Þessar 2 eru alveg yndis, þær komu til mín fyrir jólin en ég myndaði þær líka báðar þegar þær voru alveg nýfæddar