Meðganga
Meðgangan er dásamlegur tími sem líður ótrúlega fljótt allavega svona þegar í baksýnisspegilinn er litið og er svo dýrmætt að minnast hans. Því miður er það alltof algengt að konur vilji ekki láta mynda sig á meðgöngunni, en ég elska að fá að mynda barnshafandi konur, þær eru aldrei fallegri í mínum augum og þessi var engin undantekning.
Yndislegur tími
Meðgangan er yndislegur tími sem er svo dýrmætt að eiga fallegar myndir frá og það var ofsalega gaman að fá þessa stórglæsilegu konu til mín í myndatöku.
Beðið með eftirvæntingu…
…eftir lítilli prinsessu. Við hittumst á fallegum ágúst degi til að taka nokkrar myndir af stækkandi kúlunni.
Glæsileg kúla
Stórglæsileg kúla
Þetta flotta par kom í myndatöku fyrir jólin, gleðin yfir því að verða foreldrar geislaði af þeim eins og sjá má á myndunum