Lítil mús
Yndisleg lítil mús sem kom til mín nokkurra daga gömul í myndatöku fyrir jólin í fyrra.
Litla systir
Þessi litla snót kom til mín fyrir síðustu jól nokkurra daga gömul ásamt foreldrum sínum og stóra bróður. En ég hef verið svo heppin að ég hef myndað hann áður og einnig litlu systur þegar hún var enn í bumbunni.
Lítill prins
Þessi litli prins kom til mín fyrir síðustu jól, nokkurra daga gamall og alla leið frá Hveragerði
Lítil pínu pons
Yndisleg lítil ponsa sem kom með foreldrum sínum til mín um daginn, hún svaf gjörsamlega allan tímann og þvílíkur draumur að mynda hana.
Lítill ponsi
Hann kom með foreldrum sínum og stóru systur sem ég myndaði einmitt á sama aldri og ótrúlega gaman að sjá hvað þau systkinin eru glettilega lík.