1/52 mín á miðvikudegi
Milli hátíðanna skoðaði ég mikið af myndum af fjölskyldunni frá undanförnum árum og gerði mér þá grein fyrir því að ég er farinn að mynda hversdagsleikann miklu minna en áður, börnin mín og annað sem mér er dýrmætt. Ég sakna þess hreint að segja ótrúlega mikið og ælta þess vegna þrátt fyrir tímaskort að ráðast í mynd á viku verkefni og þið sem kíkið hingað inn fáið að fylgjast með. Ég ætla að kalla þetta verkefni “mín á miðvikudegi” og stefni á að setja inn mynd af börnunum mínum, eða öðru úr mínu persónulega lífi á hverjum miðvikudegi. Lofa ekki neinum meistarverkum í hverri viku enda snýst þetta ekki um…