Falleg systkini
Gullfalleg systkini sem komu í myndatöku í vor, algjör draumur að mynda þau.
Grallaragaur
Mamma hans vann myndatöku í Facebook leik og nýtti hana til að fá myndir af fallega grallaranum sínum
Krúttmús með karakter
Ótrúlega gaman að hitta þessa fallegu stelpu aftur, búin að stækka ansi mikið síðan síðast og er alveg ótrúlega skemmtilegur karakter
Yndislegt krútt
Þessi glaða og brosmilda stelpa kom alla leið frá Vestfjörðum ásamt fjölskyldu sinni í myndatöku
Líla-Líríó
Hún Thelma er algjör snillingur í höndunum og býr til sjúklega falleg hárbönd fyrir litlar prinsessur undir nafninu Hárskraut *Líla-Líríó* og hún kíkti til mín með prinsessuna sína og nokkur hárbönd í farteskinu. Ég var svo ótrúlega heppin að hún skildi þau eftir handa mér til að nota í stúdíóinu á litlar prinsessur sem koma í myndatöku.