Sætar systur
Þessar súper sætu systur komu í myndatöku fyrir síðustu jól og það var mikið stuð í stúdíóinu því þarna voru fjörkálfar á ferð.
Sprækar systur
Þær komu örfáum dögum fyrir jól þessar flottu skvísur og eins og sönnum prinsessum fannst þeim ansi gaman að dressa sig upp í flotta kjóla og láta taka af sér myndir
Gleðisprengja með meira
Elísabet María er ótrúlega hress, kát og skemmtileg stelpa sem kíkti til mín með mömmu sinni í október. Með þeim komu frænkur þeirra mæðgna og fengu að vera með á nokkrum myndum sætar frænkur yndilseg!
Viktor Alex
4 mánaða krúttsprengja sem kom til mín í myndatöku sl. haust ásamt foreldrum sínum.
Emilía Dís
Ég hef verið svo heppin að fá Emilíu Dís og foreldra í heimsókn 3 ár í röð. Elska elska elska að fá fylgjast með börnunum vaxa og dafna. Hún kom fyrst þegar hún var 6 mánaða og svo aftur ári síðar og svo núna full af fjöri eins og alltaf þegar ég hef hitt hana.