Allir hressir
Í þessari fjölskyldu voru allir heldur betur hressir og sprækir og mikið gaman hjá okkur.
Ferming
Róbert Andri er bróðir tvíbbanna sem hafa passað fyrir okkur í mörg ár og hann því alls ekki ókunnugur á okkar bæ. Hann fermdist nú í vor og kíkti við ásamt fjölskyldunni sinni í nokkrar myndir
Stórfjölskylda
Þessi fallega stórfjölskylda kom til mín fyrir jólin og það sem amman og afinn eru rík að eiga allt þetta fólk í kringum sig
Yndisleg lítil fjölskylda
Þessi yndislega litla fjölskylda kom til mín fyrir jólin en þau komu líka fyrir jólin árin áður. Æðislegt þegar ég fæ sama fólkið til mín aftur og aftur og fæ að fylgjast með börnunum vaxa og dafna.
Hressandi sunnudagur
Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að mynda þessi börn áður, fyrst drengin og svo aftur eftir að litla systir fæddist. Í þetta sinn hittumst við úti á sunnudegi um miðjan október og veðrið sýndi ýmis tilbrigði, lentum í hellidembu, fengum sól og allt þar á milli. En létum það lítið á okkur fá og skemmtum okkur vel