Falleg fjölskylda
Flottir frændur
Kátir krakkar
Þessi þrjú komu hress og kát í myndatöku í fyrir jólin ásamt mömmu sinni og pabba
Yndisleg fjölskylda
Þessi fjölskylda er ein af mínum uppáhalds….já ég viðurkenni það alveg:) En það er akkúrat fólkið sem ég fæ að mynda aftur og aftur, svo gaman að fá að hitta þau reglulega og sjá börnin þeirra vaxa úr grasi og dafna. Ég myndaði þau fyrst á brúðkaupsdaginn þeirra fyrir rúmum 2 árum, ég hitti þau svo aftur þá um haustið og myndaði þau þá úti . Þau komu svo til mín aftur í vor og þá orðin einni prinsessu ríkari.
Flottir krakkar
Þau kom til mín fyrr á árinu, stelpurófan var nú ekkert sérstaklega á því að láta taka af sér myndir hún vildi miklu frekar leika sér einhversstaðar annarsstaðar, en með smá tiltali og húllumhæi lukkaðist þetta allt saman.