Mini myndatökur
Það komu örfáir í “mini” myndatöku fyrir jólin til að fá myndir í jólakort eða jafnvel jólagjafir. Þetta eru stuttar myndatökur með örfáum uppstillingum og hér má sjá nokkur sýnishorn.
Hildur Erla
Algjör gleðimoli þessi litla skvísa sem kom í myndatöku fyrir jólin
Friðrik Geir
Flottur pjakkur sem kom í myndatöku fyrir jólin, hann hefur heldur betur stækkað síðan síðast
Natalía Lind
Ég hef myndað þessa litlu krúttulínu síðan hún var í kúlunni, aftur nýfædda og svo fyrir jólin, þá orðin 7 mánaða.
Emilía Dís
Hún kom í myndatöku fyrir jólin með pabba sínum og mömmu, ótrúlega gaman að sjá hvað hún hafði stækkað og þroskast síðan síðast þegar ég hitti þau.