Systur og litli bróðir
Þessar tvær skvísur komu í myndatöku í sumar og þá var ltili bróðirinn enn í bumbunni, þannig það var voða gaman að fá að hitta þær aftur og litla manninn líka þegar þau komu í jólakortamyndatöku snemma í nóvember.
Hoppandi kátir krakkar
Þvílíkt hressir og kátir krakkar sem allir vildu hoppa, fara í grettukeppni og þar fram eftir götunum.
Hin fjögur flottu
Þessi flottu systkin komu í myndatöku um daginn, ekkert lítið sprækir og flottir krakkar hér á ferð.
Tómas Logi
Tómas Logi töffari kom í myndatöku um daginn með mömmu sinni og pabba og það var mikið fjör enda fjörmikill drengur hér á ferð. Við erum að tala um ofurkrútt!
Hrefna Erla & Emelía
Það að fá að kynnast persónuleika barns, þó ekki nema í smá stund og festa á mynd er ótrúlega gefandi og skemmtilegt, en jafnvel enn skemmtilegra er að fá að mynda barnið aftur seinna. Að fá að fylgjast með því stækka og dafna og upplifa þá breytingu sem orðið hefur á barninu frá því í síðustu myndatöku er magnað. Mér þykir alltaf ótrúlega vænt um þegar sama fólkið kemur til mín aftur þegar barnið/börnin eru orðin eldri eða jafnvel fleiri börn hafa bæst í fjölskylduna og í þetta sinn var engin undantekning á því. Ég myndaði Hrefnu Erlu fyrir þremur árum síðan, þegar hún var aðeins nokkurra mánaða líkt og…