Hressandi sunnudagur
Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að mynda þessi börn áður, fyrst drengin og svo aftur eftir að litla systir fæddist. Í þetta sinn hittumst við úti á sunnudegi um miðjan október og veðrið sýndi ýmis tilbrigði, lentum í hellidembu, fengum sól og allt þar á milli. En létum það lítið á okkur fá og skemmtum okkur vel
Falleg fjölskyda
Þau komu í fyrsta skipti til mín fyrir síðustu jól og það var ótrúlega gaman að fá að hitta þau aftur og sjá hvað börnin höfðu stækkað og þroskast mikið, sérstaklega sú stutta. Við hittumst úti á fallegum laugardegi í byrjun október og nutum þess að vera úti í fallegri náttúrunni. Eftir að hafa myndað fjölskylduna saman bættust nokkur frændsystkini í hópinn til þess að fá hópmynd handa ömmunni en auðvitað tók ég nokkrar fleiri myndir af frændsystkinunum í leiðinni
Yndislegar systur
Það er alltaf jafn gaman að hitta þessar yndislegu systur og mömmu þeirra. Ég hef verið svo heppin að fá að mynda þær nokkrum sinnum áður. Í þetta skiptið hittumst við utandyra á dásamlega fallegum laugardegi í byrjun október. Við skemmtum okkur frábærlega vel eins og alltaf þegar við hittumst og það var mikið hlegið.
Haustmyndatökur 2015
Haustið er fallegasti tími ársins að mínu mati, allir þessar dásamlegu litir eru bara hreint ómótstæðilegir. Það má líka eiginlega segja það að uppáhalds liturinn minn sé O K T Ó B E R ! Ég ætla því að bjóða upp á útimyndatökur fyrri hluta október þegar haustlitrnir eru allsráðandi og gera allar myndir ótrúlega fallegar. Það er takmarkaður tímafjöldi í boði svo það er um að gera að bóka strax. Haust myndataka = 40.000.- 30 mínútna myndataka 18 myndir sem afhendast á USB lykli í fullri upplausn, tilbúnar til framköllunar, bæði í lit og svarthvítu Verðið miðast við 2 börn en fyrir hvert barn umfram bætast við 5000.-. Það…
Vinningshafinn í haustleiknum
Kristrún var sú heppna í haustleiknum sem ég efndi til sl. haus og vann sér inn útimyndatöku sem hún nýtti til að fá fallegar myndir af fjölskyldunni sinni. Við hittumst seint í september í frábæru veðri.