Sýnishorn 2011
Er í óðaönn að reyna að koma sýnishornum úr myndatökum frá því fyrir jól hingað inn, er kominn vel á veg með það en þó slatti eftir. Það gafst hreinlega enginn tími í þetta fyrir jól í allri geðveikinni þá og svo það sem af er nýja árinu hefur tíminn farið í annað, en skýringin á því kemur fljótlega 🙂
Vinningshafinn í jólakortamyndatökuleiknum…..
….er Teitur Sigmarsson. Til hamingju! Þúsund þakkir fyrir þáttökuna þið öll, ég mun hafa fleiri lukkuleiki við tækifæri. Auðvitað fylgir ein mynd með svona afþví það er skemmtilegra : )
Jólakortamyndataka
Vantar þig flottar myndir í jólakortið í ár? Ef svo er þá er hægt að koma í “mini myndatöku” sem er 15 mínútna myndataka, 1-2 uppstillingar og 30 jólakort fylgja með. Verð 16.900.- Afþví að allir póstar eru skemmtilegri með myndum þá fylgir ein jóla jóla með : ) PS. Facebook leikur – Auktu vinningslíkur þínar með því að kommenta á jólakortapóstinn hér fyrir neðan og segðu hvernig jólakort þú myndir velja ef þú ynnir jólakortamyndatöku!
Jólakort 2011
Loksins loksins koma sýnishorn af jólakortunum í ár. Það er tvennt í boði annars vegar jólakort með einni innlímdri mynd í str. 10×15 með smá prentuðum texta en það er í ykkar höndum að skrifa meira í kortin eða kort með 3-4 myndum sem prentaðar eru í kortin ásamt öllum texta, semsagt tilbúin í póst. Kort með innlímdri mynd lágmarkspöntun 10 stk. – Verð 4900.- fyrir fyrstu 10 stk. og 250.- pr kort umfram það. Umslög fylgja með Kort með áprentuðum myndum lágmarkspöntun 30 stk. – Verð 10.900.- fyrir fyrstu 30 stk. 250.- pr. kort umfram það. Umslög fylgja með Brúnt kort með 4 myndum Grænt kort með 3 myndum Blágrænt…
Vikan
Í nýjustu Vikunni eru myndir frá mér ásamt umfjöllun um brúðhjónin sem ég myndaði á Ljósanótt.