Börn

Alexandra og Emilía

Rósa sem sá um makeupið fyrir mig í sveinsprófinu kom með stelpurnar sínar tvær í myndatöku í desember sl. Sú eldri var harð ákveðin í að láta ekki taka af sér myndir, það var ekki til umræðu af hennar hálfu og sú litla var nú heldur ekki sérlega spennt. En þolinmæði þrautir vinnur allar heyrði ég einhvern tímann……og viti menn það náðust nokkrar myndir af þessum fallegu stelpum.

Kærar þakkir Rósa enn og aftur fyrir hjálpina í haust.