Ýmislegt

Fanney Hlín

Eitt af verkefnunum í sveinsprófinu var að taka tískumyndir og ég vissi strax hverja ég vildi fá í þetta með mér, stórglæsilega unga stelpu, hana Fanneyju Hlín, ég kannaðist svona aðeins við hana því litla systir hennar er mikið hjá okkur enda ein af bestu vinkonum dóttur minnar. Ég hafði samband við Kötlu í Volcano og það var minnsta mál að fá lánuð föt í þetta verkefni og nokkrum dögum fyrir áæltaðan tökudag fórum við Fanney, ásamt mömmu hennar í búðina að velja föt, það var nú ekkert auðvelt því þarna var hellingur af flottum fötum og allt fór vel á henni.

Sallý á Kallistó sá um hárið og Rósa sá um förðun, allt til að setja endanlega punktinn fyrir i-ið. Það var hífandi rok og skítakuldi þennan dag en Fanney stóð sig eins og hetja þrátt fyrir það, Diddó (maðurinn minn) sá um ljós og slíkt fyrir mig og hann var alveg ómissandi. Myndatakan gekk frábærlega vel og þetta er klárlega eitthvað sem ég væri til í að fikra mig áfram með í framtíðinni.

Þúsunda þakkir til ykkar Fanney, Katla, Sallý, Rósa og Diddó fyrir alla hjálpina, án ykkar hefði útkoman ekki orðið eftirfarandi:

Eins og ég hef sagt áður GORDJÖSS þessi stelpa og ef hún leggur þetta fyrir sig þá mun hún án efa ná langt.

One Comment