Sölvi Snær
Yndislegur lítill gullmoli hér á ferð, ég myndaði hann í nóvember þegar hann var þriggja vikna gamall. Mér finnst alltaf einstakt að mynda nýfædd börn en það er eitthvað extra við það að mynda nýfædd börn sem maður þekkir til. Þessi litil prins er litli bróðir einnar bestu vinkonu Dagbjartar dóttur minnar og hún hefur verið oft og mikið hjá okkur. Ég mun því geta fylgst með honum vaxa og dafna og á án efa eftir að smella myndum af honum aftur síðar.
Elsku vinir, innilega til hamingju með fallega gullmolann ykkar. Ætlaði auðvitað að vera löngu búin að setja inn myndir en eins og þið vitið þá hefur ég ekkert komist í það fyrr.
One Comment
Unnur & Sigurþór
Sjá þennan litla unga okkar, æðislegar myndir af honum 🙂 Það er alveg rétt hjá þér, eigum pottþétt eftir að fá þig til að taka fleiri myndir af prinsinum okkar!