Vinavika – Wrap up
Ég er þakklát, fyrir vináttu, fyrir vini mína (líka þá sem ekki eru taldir upp hér) og fjölskylduna mína. Það eru klárlega forréttindi að vera umkringd svona frábæru fólki og eiga góða að, alltaf.
Vinavikan teygðist í eina og hálfa, bæði vegna ritstíflu og tímaskorts (hvert í an…….m fer tíminn alltaf?) En svona rétt til að útskýra aðeins með börnin, þetta með að það séu aðrir að sækja þau úr skóla og leikskóla. Þetta er klárlega fari að líta illa út þegar lesið yfir alla póstana og mætti halda að tíminn sem ég og við bæði hefðum með börnunum væri lítill. En það er sem betur fer alls ekki svo, Aron er búinn í leikskólanum áður en Diddó losnar úr vinnu og það kemur alveg fyrir, meira segja nokkuð oft að þá er ég upptekin í myndatökum. Þess vegna er alltaf einhver af þessum frábæru vinum okkar tilbúnir til að pikka hann upp og hafa ofan af fyrir honum þangaði til Diddó kemur heim tæpum hálftíma síðar. Bara svona til að hafa þetta á kristaltæru;)
Alveg spurning hvort fólk hafi haft gaman af öllu þessu blaðri mínu en það er svo sem önnur saga. En “stay tuned” fullt og ég meina fullt af myndum “coming up” uppúr helginni.
Ætla að enda þessa vinaviku á ljóði sem DK samdi fyrir vinavikuna í skólanum. Þau áttu að skrifa sögu eða ljóð um vináttuna og þetta er það sem samdi alveg upp á eigin spýtur og skrifaði.
-Iris