Vinavika – Svana
Hún er síðust í röðinni í þessari upptalningu, en alls ekki síst. Við höfum ekki þekkst sérlega lengi, ekki nema 3 ár eða svo, kynntumst í gegnum leikskólann en hún var að vinna á deildinni hennar Dagbjartar og í miklu uppáhaldi. Það fór svo að vináttutengsl byrjuðu að myndast í gegnum Aðalbjörgu og Söndru, enda vinna þær 3 allar á sama stað.
Það var samt ekki fyrr en fyrir rúmu ári síðan að vináttan milli okkar tveggja varð mikil og um leið urðu mennirnir okkar góðir félagar. Við höfum á þessu rúma ári gert ýmislegt skemmtilegt saman, farið í “ævintýraferð” eins og börnin kalla nestisferð eitthvað út í náttúruna, farið í útilegu, haldið óteljandi matarboð, hist á spilakvöldum ásamt Söndru, Aðalbjörgu og þeirra mönnum og við eyddum síðustu áramótum saman.
Svana er eins og allir aðrir í kringum mig gull af manni og vill allt fyrir alla gera (amk. mig:o)) það er sama með hana eins og hinar, hún kippir krökkunum með sér heim úr leikskóla og skóla þegar ég hef þurft að vinna lengi út í bæ. Býður börnunum í heimsókn þegar verkefnalistarnir mínir hafa verið langir svo ég fái vinnufrið. En ekki nóg með það að hún sé svona hjálpsöm þá er Davíð maðurinn hennar ekki síður boðinn og búinn til að hjálpa. Veit ekki hversu oft hann nefndi það í jólaösinni að ef það væri eitthvað sem þau gætu gert þá væru þau bara “one phonecall away”. Við erum að tala um að þau pössuðu ekki bara börnin í allri geðveikinni þarna í desember heldur versluðu þau jólagjafir fyrir mig líka for crying outloud. Aðeins til þess að ég gæti notið þess að vera aðeins með börnunum mínum í stað þess að hlaupa um í gjafaleit þegar ég loksins tók pásu frá vinnu.
Svana og Davíð þið eruð einstök…takk fyrir allt, hjálpina, allar frábæru stundirnar, mikinn hlátur og mikla gleði. Það verður svo enn meiri gleði og meira hlegið í öllum ferðalögunum í sumar svo ég tali nú ekki um öll Sequencin sem við Svana munum vinna..múhahaha!
Eins og áður eru hér nokkrar myndir, ég nú samt ekkert margar, nema af strákunum þeirra enda höfum við ekki þekkst það lengi eins og áður kom fram.
Strákarnir í jólamyndatöku fyrir jólin 2009
Otrúlega frábær fjölskylda
Viktor töffari í desember 2009
Jakob litli jólapjakkur, desember 2009
Mæðginin í “ævintýraferð” í maí 2010
Davíð og strákarnir, líka tekið í “ævintýraferðinni”
Desember 2010
Jólakortamyndin 2010
Að lokum ein frá síðustu áramótum
One Comment
Davíð
Takk fyrir falleg orð í okkar garð. Þó vinátta okkar sé ekki löng að þá er hún einstök og sterk og verður það vonandi um ókomna tíð.
U peeps rock 2 :o)