Nýfædd

Jólabarnið

Hún er sannkallað jólabarn þetta litla krútt enda fædd á jólanótt. Hún var inni í þessari glæsilegu kúlu og þau komu snemma á nýja árinu í myndatöku. Hún var nú ekkert alveg á því að sofa til að byrja með, en svo þegar hún lognaðist útaf var hún eins og leir í höndunum á mér, hægt að gera hvað sem er.

Elsku Silja & Bjössi enn og aftur innilega til hamingju með gullið ykkar, hlakka til að heyra hvaða nafn hún fékk og hlakka enn meira til að hitta ykkur öll aftur seinna í sumar.