Mín á miðvikudegi

14/52 Töffari í gulum kjól

Það var gulur þemadagur í skólanum og eina gula flíkin sem til er á heimilinu er gamall kjóll úr búningaskúffu DK. Hún fór í kjólnum í skólann og með fullt af gulu skrauti í hárinu sem var fléttað í flétturnar hennar, en þegar heim var komið var það á bak og burt. Hún hafði tekið það úr fyrir skólasundið og skellt tagli í hárið. Ég var akkúrat að fara að mynda þegar hún kom heim og hún vildi endilega sýna mér þessa fínu pósu sem hún sagði að væri “töffara pósa”.

One Comment