Þessi tvö
eru hreint alveg stórkostleg systkin, svo hress og skemmtileg og hann svo dásamlega góður stóri bróðir. Foreldrar þeirra eru okkur afar kærir enda góðir vinir okkar og þau fjölskyldan hafa verið myndefni mitt áður m.a. hér þegar sú stutta var nýfædd og á einstökum brúðkaupsdegi foreldranna líka. Í þetta sinn var það stutt jólakorta myndataka og alltaf er jafn skemmtilegt að hitta þau og mikið hlegið.