Brúðkaup

Brúðkaup 20.12.12

Árna hitti ég fyrst fyrir 18 árum síðan þegar við maðurinn minn byrjuðum saman, þeir miklir vinir og við eyddum ófáum stundunum saman. Vinahópurinn þeirra strákanna stór og skemmtilegur og alltaf eitthvað um að vera. Nokkrum mánuðum eftir að ég kynntist Árna sagði hann okkur að hann hefði hitt stelpu sem hann kolféll fyrir og að hún héti Íris. Ég husaði með mér að það væri eins gott að það væri eitthvað spunnið í þessa stelpu því Árni er svo sannarlega gull af manni. Ég man þegar við Írisarnar hittumst fyrst, í partýi hjá einum í vinahópnum, við smullum strax saman og það fór ekki á milli mála að þarna var ekki síðra gull á ferðinni.

Eftir öll þessi ár eiga þau enn hvort annað að og eru tveimur börnum ríkari. Þau létu verða af því að ganga í það heilaga nokkrum dögum fyrir jól, athöfnin yndislega falleg og skemmtileg og veislan frábær í alla staði, mikið hlegið og dásamlegur matur.

Elsku vinir innilega til hamingju með þetta allt saman og ykkur tvö!

_MG_1629

_MG_1632-copy

_MG_1318

Þau létu sig hafa það að standa úti í vetrarkuldanum fyrir nokkrar myndir og hér má sjá nokkrar þeirra

_MG_1419-Editjen

_MG_1422

_MG_1425-Edit

ArniIris-85

_MG_1435-Edit

ArniIris-62

 

2 Comments