Hannes + Þóra
Til hamingju með daginn ykkar á laugardaginn!! Hann var yndislegur og frábært að fá að taka þátt í honum með ykkur.
Sl. laugardag myndaði ég þetta gullfallega og geislandi par þegar þau gengu í hjónaband í Garðakirkju. Þegar ég hitti þau nokkrum dögum fyrir brúðkaupið til að ræða ýmis smáatriði datt mér í hug að fara með þau á Reykjavíkurflugvöll og mynda þar því þau eru bæði flugmenn og kynntust í gegnum flugið. Þetta leist þeim vel á og ég gat varla beðið því ég hlakkaði svo til, finnst alltaf frábært að fá að gera eitthvað nýtt og spennandi með brúðhjónum. Útkoman er auðvitað stórskemmtileg og ég veit varla hvar ég á að byrja… en hér eru nokkrar sem ég pikkaði úr.
Eftir kirkjuna fórum við út að Gróttu og mynduðum þar áður en við fórum á flugvöllinn
Við fengum leyfi til að fara inn á flugsvæðið og upp að þessari flottu vél
Ný uppáhaldsmynd hjá mér…… smellið á hana til að sjá stærri útgáfu