Vala + Valgeir
Myndaði þessi fallegu brúðhjón í dásamlegu veðri 1. maí sl. Við hittumst fyrir athöfnina til að mynda og var þetta í fyrsta skipti sem ég prófaði það. Það gaf okkur rýmri tíma og minna stress. Eftir myndatökuna var svo haldið í Fríkirkjuna þar sem athöfnin fór fram og á eftir í dýrindis veislu.
Frábær dagur í alla staði, innilega til hamingju kæru hjón og takk kærlega fyrir að fá að taka þátt í þessu öllu.
Þetta var líka í fyrsta skipti sem betri helmingurinn minn flaut með sem aðstoðarmaður og hef ég fulla trú á að þetta sé eingöngu upphafið af frábæru samstarfi í myndatökum. Hann mun að minnsta kosti alltaf vera tekinn með framvegis, hefði ekki trúað því hve miklu það munar að hafa einhvern til að bera allt dótið, hugsa um minniskortin, halda á flassi eða reflector, tína upp rusl fyrir mig, sjá til þess að enginn annar sé í mynd, keyra á milli staða osfrv. Þar fyrir utan var bara enn skemmtilegra að hafa hann með