Ýmislegt

Glútenfrítt Líf

Við Þórunn Eva sem heldur úti síðunni Glútenfrítt Líf kynntumst fyrir nokkrum árum síðan í gegnum sameiginlega vinkonu. Hún hafði samband við mig sl. haust og vantaði nokkrar myndir af glútenlausu gotteríi því hún gekk um með þá hugmynd í maganum að gefa út matreiðslubók. Þessar myndir átti að nota til að kynna hugmyndina fyrir bókaforlagi. Ég var meira en til í vinna með þær hugmyndir sem hún var með og úr varð að hún mætti með allskyns gúmmelaði og dóterí og útkoman var þessi:

_MG_3686-copy_MG_3688-copy2_MG_3700-copy_MG_3726-Edit-copy_MG_3751-copy

Hugmyndin, myndirnar og ekki síst Þórunn Eva sjálf heilluðu útgefandan upp úr skónum og er bókin væntanleg í sölu á næstu vikum. Þórunn Eva er svo mikil rokkstjarna að hún græjaði myndirnar í bókina sjálf, ásamt því að búa til uppskriftirnar, safna saman fróðleik í bókin ofl. og ég get ekki beðið eftir því að sjá útkomuna. Hvet ykkur til að kíkja á síðuna hennar Glútenfrítt Líf.