Ýmislegt

Laaaaaaangt síðan síðast

…..alltof langt síðan ég hef sett eitthvað hér inn, fyrir utan myndirnar af litla molanum mínum í fyrradag. En ástæða bloggleysis er í raun margþætt. Fyrst og fremst byrjaði það sl. haust þegar þeir sem komu í myndatöku vildu ekki láta pósta myndunum sínum neinsstaðar fyrr en eftir jól, því jú flestir nýta þær í jólakort og/eða jólagjafir. Í upphafi árs ætlaði ég mér svo að taka mig til og pósta inn öllu því sem eftir var frá 2014 en heilsan var hreinlega bara ekki uppá neitt sérlega marga fiska, fyrstu mánuði meðgöngunnar svo ég bara hafði mig hreinlega aldrei í það. En ég hresstist þó að lokum sem betur fer, en þá tóku við nýjar myndatökur sem þurfti að vinna úr, kennsla (ég sinni afleysingakennslu sem er alveg hrikalega skemmtilegt), áframhaldandi vinna við nýja stúdíóið, undirbúningur fyrir komandi fjölskyldumeðlim, vinna við snyrtivöruinnflutning sem ég hellti mér út í, utanlandsferðir, fótboltamót, sumarfrí hjá börnunum og bara hið daglega líf svo það gafst einhvern veginn aldrei tími. En nú stendur til að bæta úr þessu og mun ég á næstu dögum/vikum setja inn myndir frá myndatökum þessa árs og þeim sem eftir eru frá sl. hausti/vetri.
Er líka að huga að útimyndatökunum sem verður boðið uppá fljótlega sem og jólatilboðum, ekki seinna vænna.

Afþví að allir póstar eru betir með myndum þá fylgir ein svona “heimamynd” (semsagt ekki stúdíómynd) af litla molanum mínum frá því morguninn sem hann fæddist
litlifb