Kristín + Rúnar Ingi = Krúttilíus
Hann var ekkert á því að sofna, bara alls ekkert og enn síður vildi hann láta leggja sig niður. Vildi bara kúra í mömmu eða pabba fangi, því þar er jú lang best að vera. Að gefast upp er hins vegar ekkert sem ég geri svo auðveldlega þannig að ég beið í rólegheitum meðan hann drakk, og kúrði, við reyndum en lítið gekk. Ég beið meira og meira prófaði meira og enn gekk lítið, niðurstaðan var sú að koma aftur daginn eftir. Aftur mætti ég og sagan var nánast sú sama, að vísu svaf hann, en ekki nema í mömmu og pabba fangi. Áfram beið ég og beið, spjallaði við foreldrana og beið enn meira, loksins eftir langa bið gaf hann sig og svaf þrátt fyrir að vera lagður niður og ég er ekki frá því að það hafi glitt í gleði tár í auga mömmunnar.
Margir hefðu gefist upp…en ekki ég, þetta er svo vel þess virði þegar það tekst og sælan sem þetta veitir mér er ólýsanleg en vona auðvitað að sælan sé enn meiri hjá forleldrunum. Takk kærlega Kristín og Rúnar Ingi fyrir að hafa nennt að hafa mig hangandi yfir ykkur allan þennan tíma, takk fyrir að leyfa mér að taka þátt í fyrstu dögum ykkar sem fjölskylda og ég vona að myndirnar hjálpi ykkur að varðveita minningarnar frá þessum stórkostlega tíma enn betur.
2 Comments
Helga Dögg
Frábærar myndir Íris… þetta kanntu stelpa 😉
Unnur
Æðislegar myndir 🙂 já hún Íris gefst ekkert upp, við sáum það þegar hún kom til okkar.. þessi kríli láta hafa fyrir sér stundum 🙂