Nýfædd

Litli snúður

Lítill krúttkarl sem ég myndaði rétt fyrir jólin, þá 10 daga gamall. Ég er langt á eftir í allri myndvinnslu og bloggi svo ég er fyrst að komast í þetta núna.

Anna Gyða, Ingvar og Monika, þúsund þakkir fyrir þolinmæðina og jólagjöfina. Já við erum að tala um það að ég fékk jólagjöf frá þessu yndislega fólki, á  þorláksmessu þegar við fjölskyldan komum heim eftir jóla stúss hékk jólapakki í bréfalúgunni stílaður til mín og falleg jólakort líka. Í gjöfinni var geisladiskur en amma litla snúðsins er landsfrægur hörpuleikari og gaf út nýjan geisladisk fyrir jólin sem hentar einkar vel í svona kríla myndatökur þar sem hann skapar rólega og cosy stemningu.