Fjölskylda

Góðviðrisdagur í lok október

Á síðasta degi október mánaðar fór ég og hitti þessa fjölskyldu og það ekki í fyrsta sinn, ég myndaði brúðkaupið þeirra sl. vor. Mér finnst alltaf svo frábært þegar ég fæ tækifæri til að hitta fjölskyldur aftur sem ég hef myndað áður. Við fengum okkur rölt í fallegum lundi rétt hjá heimili þeirra og skemmtum okkur mjög vel.